Kynningar búnar til af gervigreind, hannaðar fyrir þig.

Búðu til sérsniðna kynningu á örskotsstundu með Prezi AI. Engin hönnunarreynsla er nauðsynleg.

Búðu til með gervigreind

Algengar spurningar

Hvernig hjálpar Prezi AI mér að búa til kynningar?

Prezi AI hjálpar til við alla þætti í gerð kynninga, þar á meðal

  1. Yfirlit: Notaðu Prezi AI til að hjálpa þér að skipuleggja yfirlit fyrir kynningun þína.
  2. Hönnun: Prezi AI getur lagt til hönnunarþætti, litasamsetningar og uppetnigu.
  3. Efni: Prezi AI getur aðstoðað við að búa til texta og myndefni út frá yirlitinu ínu.
  4. Fínpússun: Farðu yfir og breyttu efninu sem gervigreindin býr til svo það sé í taki við markmið þín.

Hverjir eru kostir gervigreindar fyrir kynningar?

Að skrifa skýr og hnitmiðuð fyrirmæli er lykilatriði í að einfalda vinnuferlið og búa til hágæða kynningar með hjálp gervigreindar. Hér eru nokkur mikilvæg ráð sem gott er að hafa í huga þegar þú býrð til kynningu með Prezi AI:

  1. Skilgreindu áhersluna: Tilgreindu hvað er aðalefni kynningarinnar.
  2. Aðlagaðu fyrir áhrif: Hugleiddu hverjir áhorfendurnir eru og aðlagaðu fyrirmælin að þeim.
  3. Teiknaðu mynd með orðum: Lýstu þeirri sjónrænu stemningu og tóni sem þú vilt ná fram.
  4. Lykilorð & tónn: Settu inn viðeigandi lykilorð og tilgreindu þann tón sem þú vilt.
  5. Sparaðu kostnað: Með því að sjálfvirknivæða ýmsa þætti í gerð og framsetningu kynninga getur verkfærið hjálpað þér að draga úr kostnaði sem tengist hönnun og handvirkum breytingum á efni.

Með því að fylgja þessum ráðum geturðu miðlað sýn þinni á áhrifaríkan hátt til Prezi AI og búið til áhrifamiklar kynningar sem styðja við markmið þín. Mundu að gefa skýr og nákvæm fyrirmæli og haltu lýsingu kynningarinnar stuttri og auðskiljanlegri.

Hvað er kynning með sköpunargervigreind?

Kynning sem er búin til með aðstoð sköpunargervigreindar er kynning sem er að öllu leyti eða að hluta til unnin með gervigreind. Þetta getur falið í sér að búa til hugmyndir, hanna glærur og ramma, eða útbúa efni.

Hver er besta leiðin til að halda kynningu með gervigreind

Hvort sem þú ert að halda AI kynningu um viðskiptatengd efni eða fræðileg hugtök, vertu viss um að aðlaga efnið að þekkingu og áhugasviði áhorfenda. Notaðu skýrt mál, brjóttu flókin hugtök niður og notaðu myndefni til að auka skilning.

Gakktu einnig úr skugga um að virkja áhorfendur með því að spyrja spurninga, hvetja til þátttöku og gera kynninguna gagnvirka. Að lokum, æfðu ræðuna þína og leitaðu eftir endurgjöf. Þú getur einnig skoðað úrræði eins og Prezi sniðmát eða dæmi til að fá innblástur.

Frekari upplýsingar um hvernig á að flytja árangursríkar kynningar má finna í þessari grein

Af hverju ætti ég að nota Prezi AI?

Prezi AI sparar tíma og leyfir þér að einbeita þér að því sem skiptir mestu máli. Með gervigreind geturðu sjálfvirknivætt endurtekna vinnu, einbeitt þér að sköpunargáfunni og fundið nýjar hugmyndir til að auka gæði efnisins þíns. Prezi AI hjálpar einnig á öðrum sviðum, til dæmis við að auka þátttöku áhorfenda. Þú getur á fljótlegan hátt aðlagað efnið að áhugasviðum áhorfenda þinna og haldið athygli þeirra út alla kynninguna.

Hvernig á að búa til hreyfimyndir með gervigreind

Prezi AI getur hjálpað þér að búa til hreyfimyndaglærur úr punktalista. Sláðu einfaldlega inn punktana þína og Prezi AI mun bjóða þér að búa sjálfkrafa til glærur sem eru fanga athygli með hreyfingum. Þú getur sérsniðið glærurnar og heildarstílinn eftir þínum óskum.

Hvernig á að nota gervigreindarsjónrænt efni og hreyfimyndir í Prezi

Með Prezi geturðu bætt kynningarnar þínar með því að bæta við myndrænum gögnum sem eru búin til með gervigreind. Þú þarft aðeins að hlaða upp efninu þínu og aðlaga kynninguna að þeim árangri sem þú vilt ná. 

Þú getur einnig gert punktalista áhugaverðari með því að breyta þeim í myndrænar sögur með hjálp gervigreindar. Með örfáum smellum geturðu breytt leiðinlegum punktalista í lifandi skyggnur sem hreyfast. Þú getur sérsniðið þessar umbreytingar að þínum stíl og þannig skapað kraftmeiri og áhrifaríkari kynningu.

Prezi gerir kynnium eins og þér kleift að búa til framúrskarandi kynningar.

Skráðu þig núna